spot_img
HomeFréttirAnnar Íslandsmeistaratitill Stjörnunnar í hús

Annar Íslandsmeistaratitill Stjörnunnar í hús

09:31
{mosimage}

(Íslandsmeistarar Stjörnunnar í 7. flokki karla)

Um síðustu helgi urðu Stjörnumenn í 7. flokki Íslandsmeistarar en þetta er aðeins í annað sinn sem félagið vinnur Íslandsmeistaratitil í körfubolta. Lokamótið fór fram í DHL-Höll þeirra KR-inga þar sem Stjarnan vann alla leiki sína á mótinu. Þjálfari þeirra er bandaríski leikmaðurinn Justin Shouse.

Það var 1984 árgangur Stjörnunnar sem fyrstur varð til þess að verða Íslandsmeistari en Garðbæingar eru í mikilli körfuboltasókn um þessar mundir og unnu t.d. sinn fyrsta stórtitil í úrvalsdeild er þeir urðu Subwaybikarmeistarar og þá komst félagið í fyrsta sinn í úrslitakeppni úrvalsdeildar.

Mynd: www.stjarnan.is

Fréttir
- Auglýsing -