spot_img
HomeFréttirÓlafur og félagar í Bremerhaven úr leik

Ólafur og félagar í Bremerhaven úr leik

11:02
{mosimage}

(Ólafur Ólafsson og liðsfélagar hans í þýska unglingaliðinu Eisbaren Bremerhaven)

Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson og liðsfélagar hans í unglingaliði Eisbaren Bremerhaven eru úr leik í úrslitakeppni unglingadeildarinnar í Þýskalandi en Bremerhaven lá 85-78 gegn Phoenix Hagen í oddaleik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Leikurinn var jafn frá upphafi til enda en Hagen leiddu 43-31 í hálfleik. Á örlagastundu fékk þjálfari Bremerhaven dæmda á sig tæknivillu og sagði Ólafur í samtali við Karfan.is að þá hefði allur vindur verið úr Bremerhaven og Hagen luku leik með 7 stiga sigri, 85-78.

Ólafur gerði 13 stig í leiknum, tók 10 fráköst, var með 3 stoðsendingar og 2 stolna bolta og fékk fyrir vikið 26 stig í framlagseinkunn. Ólafur sagðist vera á leið sinni til Íslands þar sem hann ætlaði að fylgjast vel með sínum mönnum í Grindavík í úrslitakeppninni.

,,Ég kem heim núna í dag en ég veit ekki hvað ég geri á næstu leiktíð. Samningurinn minn við Bremerhaven var bara til eins árs svo það verður bara að koma í ljós hvað ég geri,“ sagði Ólafur Ólafsson í samtali við Karfan.is.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -