spot_img
HomeFréttirÚrslitakeppni 2. deildar karla hefst um helgina

Úrslitakeppni 2. deildar karla hefst um helgina

7:00

{mosimage}

Nú er riðlakeppni 2. deildar karla lokið og úrslitakeppnin framundan. Átta lið taka þátt í henni og leika á heimavelli efra liðs og þarf einungis að vinna einn leik til að komast áfram. Tvö efstu liðin taka svo sæti Laugdæla og Hattar í 1. deild næsta haust.

Þau lið sem mætast í úrslitakeppninni eru:
Brokey – Álftanes og mætast þau laugardaginn 28. mars í Hagaskóla klukkan 12
Mostri – ÍBV og mætast þau laugardaginn 28. mars í Stykkishólmi klukkan 13
Leiknir R. – ÍA og mætast þau laugardaginn 28. mars í Hagaskóla klukkan 14
ÍG – Reynir S. og mætast þau mánudaginn 30. mars í Grindavík klukkan 20:15

Í undanúrslitum mætast svo sigurvegarinn úr viðureign ÍG og Reynis S. annars vegar og hinsvegar Mostra og ÍBV. Í hinni viðureigninni mætast svo sigurvegaranir úr viðureign Brokey og Álftanes annars vegar og svo hins vegar Leiknis og ÍA.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -