11:11
{mosimage}
(Frá viðureign liðanna í DHL-Höllinni síðasta mánudag)
Deildarmeistarar Hauka og Subwaybikarmeistarar KR mætast í sinni þriðju viðureign í úrslitum Iceland Express deildar kvenna í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:15 að Ásvöllum í Hafnarfirði og er staðan í einvíginu jöfn, 1-1. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari.
KR vann fyrstu viðureign liðanna 52-61 að Ásvöllum en Haukar komu fram hefndum í DHL-Höllinni með 64-68 sigri. Heimavöllurinn virðist því ekki vera liðunum hugfanginn í þessu einvígi.
Mynd: [email protected]



