10:06
{mosimage}
Snæfellilngar munu leika án Slobodan Subasic það sem eftir er leiktíðarinnar. Honum var tilkynnt í gær að krafta hans væri ekki óskað lengur innan liðsins en Snæfell leikur þriðja leik sinn við Grindavík á morgun.
Karfan.is heyrði í Subasic sem var ekki sáttur, hann sagðist hafa gagnrýnt það undanfarið hversu mikið ungu leikmennirnir væru að spila og hefði sagt að Snæfell gæti unnið Grindavík með því að keyra á 6 eldri leikmönnunum. Hann sagði að það hafi ekki farið vel í menn og hann hafi svo fengið þessi skilaboð í gær og sé á heimleið á sunnudag.
Hlynur Bæringsson þjálfari Snæfells varð fyrir svörum þegar við könnuðum málið hjá Snæfell og hann sagði: „Málið er ekki bara þessi gagnrýni hans á ungu leikmennina, heldur heilt yfir hans viðhorf og hreint út ótrúleg neikvæðni verið baggi á liðinu. Staðan var einfaldlega orðin þannig að margir í liðinu, og ekki bara ungir strákar voru gjörsamlega komnir með nóg. Það að hann segji að við gætum unnið Grindavík á 6 mönnum er í besta falli kjánaleg staðhæfing sem stenst engin rök því ef hann teldi það að svarið væri að spila á færri mönnum þá ætti hann að fækka þeim niður í 5 og taka sjálfan sig útúr því dæmi, því það sjá það allir sem eitthvað vit hafa á körfubolta að hann hefur spilað hreint átakanlega illa. Og er því ekki í þeirri stöðu að geta heimtað að spila 35 mín.
Það er hinsvegar ekki ástæðan fyrir þessu, við getum alveg þolað að menn spili illa, þó við ætlumst til meira af atvinnumönn um hérna. Viðhorf hans og neikvæðni var samt 1.ástæðan fyrir þessu. Kannski er eitthvað af þessu okkar mistök, við höndlum hann ekki á sama hátt og Geoff Kotila gerði með alla sína reynslu.
Við hefðum ábyggilega ekki gert þetta ef hann væri á einhvern hátt að hjalpa okkur á vellinum, þá hefðum við haldið honum. Þetta var hinsvegar nauðsynlegt og er alls ekki gert til að kasta inn hvíta handklæðinu, þvert á móti metum við það þannig að okkar möguleikar séu betri með aðra menn inná og í leiðinni fáum við vonandi meiri léttleika og gleði í okkur og sýnum að við höfum gaman að því að spi la körfubolta. Held að allir sem hafi fylgst með okkur undanfarið hafi séð að það vantar einhverja stemmningu í þetta.
En það hefði verið kolröng skilaboð til ungu leikmannanna að menn kæmust upp með eins hegðun og hann gerir og spila svo 30 mín án þess að gera neitt á vellinum, þó að þetta sé erfið tímasetning þá treystum við þeim mönnum sem koma í staðinn fullkomlega til að hjálpa okkur við að ná sigri í Grindavík og gera alvöru seríu úr þessu.”
Subasic lék alls 17 leiki í deildinni í vetur og skoraði 12 stig að meðaltali, í úrslitakeppninni hefur hann verið með 7,2 stig.
Snæfell heimsækir Grindavík á morgun í þriðja leik liðanna þar sem Grindavík hefur forystu 2-0. Leikurinn hefst klukkan 15:15 og er í beinni á Stöð 2 sport.
Mynd: [email protected]



