11:00
{mosimage}
(Tekst Snæfell það sem engum hefur tekist í vetur? Að vinna í Röstinni)
Grindavík og Snæfell mætast í sínum þriðja undanúrslitaleik í Iceland Express deild karla í dag kl. 15:15 í Röstinni í Grindavík. Takist gulum að hafa sigur í dag eru þeir komnir í úrslit og mæta KR í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.
Snæfellingar hafa sagt upp samningi sínum við Slobodan Subasic sem verður ekki með Hólmurum í dag. Þá er óvíst hvort Páll Axel Vilbergsson verði með sínum mönnum í dag en hann hefur verið að glíma við meiðsli og hefur misst af tveimur fyrstu leikjunum gegn Snæfellingum.
Einnig eru fjölmargir leikir í yngri flokkum í dag og þá hefst úrslitakeppnin í 2. deild karla. Yfirlit yfir leiki dagsins má sjá á leikvarpi KKÍ – http://kki.is/leikvarp.asp
Þá má í frétt á heimasíðu KKÍ sjá móthald í yngri flokkum um helgina: http://kki.is/frettir.asp?adgerd=ein&id=5439



