spot_img
HomeFréttirJazz vann Phoenix - Arenas aftur í gang eftir meiðsli

Jazz vann Phoenix – Arenas aftur í gang eftir meiðsli


12:54:12
Vonir Phoenix Suns um sæti i úrslitakeppninni slökknuðu nær algerlega í nótt eftir að þeir töpuðu fyrir Utah Jazz í framlengdum leik, 104-99.

 

Jazz voru hársbreidd frá því að henda unnum leik frá sér þegar þeir glutruðu niður 21 stigs forskoti í seinni hálfleik. Þeir þurftu magnaða frammistöðu, sérstaklega frá Deron Williams, til að vinna upp sjö stiga mun tveimur mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma og voru svo sterkari í framlengingunni þar sem Williams var þeirra besti maður.

 

Williams endaði með 21 stig og 13 stoðsendingar, Mehmet Okur var með 26 stig og 11 fráköst og Carlos Boozer var með 14 stig og 10 fráköst. Hjá Suns var Steve Nash með 20 stig, Grant Hill með 19 og Shaquille O‘Neal skoraði 16 og tók 10 fráköst.

 

Nú eru Suns rúmum þremur sigrum á eftir Dallas í áttunda sæti Vesturdeildarinnar og eiga ansi erfiða leið fyrir höndum ætli þeir að skjóta þeim ref fyrir rass.

 

Á sama tíma í höfuðborginni Washington var Gilbert nokkur Arenas að leika sinn fyrsta leik í vetur fyrir Wizards, en þeir hafa verið án hans meira og minna í tvær leiktíðir þar sem hann hefur glímt við hnémeiðsli.

 

Arenas átti fínan leik gegn Detroit Pistons þar sem hann skoraði 15 stig og gaf 10 stoðsendingar en klikkaði á ögurstundu þegar skot hans á síðustu andartökum leiksins var varið. Félagi hans, Caron Butler, náði honum á ný en skotið geigaði og Pistons hrósuðu naumum sigri, 96-98.

 

Hér eru úrslit næturinnar:

 

Indiana 106

Chicago 112

 

New York 85

Charlotte 96

 

Detroit 98

Washington 96

 

Milwaukee 85

Miami 102

 

LA Clippers 93

Houston 110

 

Phoenix 99

Utah 104

 

Golden State 116

Denver 129

 

Memphis 66

Portland 86

Tölfræði leikjanna

 

Mynd/AFP


ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -