20:53
{mosimage}
Fjölnismenn tryggðu sér sæti í Iceland Express deildinni að ári í kvöld með sigri á Val á heimavelli 96-77 þar sem þeir lögðu grunninn að sigrinum í fyrsta leikhluta sem þeir unnu 38-9. KR stúlkur tryggðu sér oddaleik gegn Haukum í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn þegar þær unnu 65-56 í DHL höllinni. Oddaleikurinn fer fram á miðvikdaginn.
Haukur Pálsson var stigahæstur Fjölnismanna með 18 stig en Rob Hodgson skoraði 23 stig fyrir Val.
Hildur Sigurðardóttir skoraði 22 stig fyrir KR og Slavica Dimovska var stigahæst Haukastúlkna með 17 stig.



