20:00
{mosimage}
(Guðmundur Magnússon leikmaður karlaliðs KR bendir Óla í rétta átt)
Óli Ásgeir Hermannsson gerði það sem fæstum hefur tekist í úrslitakeppni Iceland Express deildanna er hann hringlaði um spýtu í 10 hringi, brunaði upp völlinn og skoraði úr sniðskotinu. Þetta gerði kappinn í leik KR og Hauka í gærkvöldi í fjórðu viðureign liðanna í úrslitum Iceland Express deildar kvenna.
Fyrir vikið fékk Óli Ásgeir flugfar fyrir tvo út í heim með Iceland Express en þess má til gamans geta að Óli er fyrrverandi aðstoðarþjálfari Jóhannesar Árnasonar sem er núverandi þjálfari KR kvenna. Óli og Jóhannes stýrðu KR saman upp úr 1. deild kvenna og þaðan inn í úrslitarimmuna gegn Keflavík á síðustu leiktíð.
Hringlið virtist ekki hafa haft nein áhrif á Óla Ásgeir. Hann riðaði lítið eitt í fyrstu en brunaði svo af stað og lagði boltann eins og á að gera, í spjaldið og ofan í.



