spot_img
HomeFréttirGarnett hvíldur í tvær vikur - Verður hann tilbúinn fyrir úrslitakeppnina?

Garnett hvíldur í tvær vikur – Verður hann tilbúinn fyrir úrslitakeppnina?

 18:55:09

Meistarar Boston Celtics hafa ákveðið að hvíla stjörnuframherja sinn Kevin Garnett alfarið þar til í síðustu leikjunum fyrir úrslitakeppnina, en Garnett hefur glímt við þrálát hnémeiðsli í rúman mánuð.

 

Hann lék í hluta af fjórum leikjum í síðustu viku, en var ekki með í síðustu tveimur. Hann hefur greinilega ekki verið orðinn nógu góður, því Doc Rivers og hans menn í þjálfarateymi Boston tilkynntu í dag að þeir hefðu afráðið að tefla ekki á tvær hættur í þessum málum.

 

Hann lék í hluta af fjórum leikjum í síðustu viku, en var ekki með í síðustu tveimur. Hann hefur greinilega ekki verið orðinn nógu góður, því Doc Rivers og hans menn í þjálfarateymi Boston hafa afráðið að tefla ekki á tvær hættur í þessum málum.

 

Eftir að hafa látið reyna á Garnett á æfingu í dag sagði Rivers: „Hann verður örugglega meira með okkur í ár. Hann leikur kannski undir lokin, í síðustu tveimur eða þremur leikjunum. Ástand hans er einfaldlega ekki að batna eins og við hefðum viljað.“

 

Þetta þýðir með öðrum orðum að Garnett verður hvíldur í tvær vikur þegar Celtics eiga fjóra leiki, alla gegn minni spámönnum, þ.e. Charlotte, Atlanta, New Jersey og Miami.

 

Síðustu þrír leikir Boston fyrir úrslitakeppnina eru á móti toppliði Cleveland, Philadelphia og Washington.

 

Ákvörðunin er skiljanlega í ljósi þess að Boston á enga eða hverfandi möguleika á að ná Cleveland eða LA Lakers í baráttu um heimaleikjaréttinn og því er réttara að hvíla Garnett í stað þess að missa hann í þýðingarlausum leikjum. Ekki þarf að fjölyrða um þýðingu Garnetts fyrir Boston, en án hans í þessari meiðslahrinu hafa þeir einungis unnið 9 af 15 leikjum, en flestir þeirra hafa komið gegn liðum úr neðri hluta NBA.

 

Þrátt fyrir að Boston hafi á mörgum góðum leikmönnum að skipa, getur ekkert lið í NBA í dag unnið titla eftir að missa mann af svipuðum gæðaflokki og Kevin Garnett.

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -