12:30
{mosimage}
(Unnur Tara í leik með Haukum)
Frá Finnlandi höfum við fengið brakandi heita spá frá fyrrum liðsmanni Haukakvenna henni Unni Töru Jónsdóttur. Sjáum hvað Unnur hefur fram að færa alla leiðina frá Finnlandi.
,,Þetta verður örugglega rosa spennandi leikur, ef að bæði lið gera sitt besta. Fyrri leikirnir hafa verið frekar spennandi þannig að ég vona að leikurinn á miðvikudaginn verði svipaður. Ég er búin að vera að fylgjast med öllum leikjunum á netinu og ekkert smá ánægð með að geta horft á þá á KR TV! Í KR liðinu eru það aðallega Hildur, Sigrún og Kara sem þurfa að eiga góðan leik og hjá Haukum eru það náttúrulega útlendingarnir og svo Kristrún og líka turnarnir inn í teig 😉 Það er aðeins meira álag á lykileikmönnum KR heldur en Hauka þar sem Haukar eru með meiri breidd, skemmir ekki ad hafa tvo útlendinga. Þad væri náttúrulega skemmtilegt ef að alíslenskt lið yrði Íslandsmeistari, það hefur örugglega ekki gerst í mjög langan tíma en annars vona ég að bæði lið komi alveg 100% tilbúin í leikinn svo við áhorfendur fáum skemmtilegan leik,“ sagði Unnur Tara Jónsdóttir fyrrum leikmaður Hauka.



