spot_img
HomeFréttirEinar Árni næsti þjálfari Snæfells

Einar Árni næsti þjálfari Snæfells

10:51

{mosimage}

Það eru sannarleg stórfréttir sem berast úr Stykkishólmi í dag. Eins og öllum ætti að vera ljóst féllu Snæfellingar úr leik í gærkvöldi eftir tap gegn Grindavík en nú hafa þeir staðfest við karfan.is að þeir hafi náð samkomulagi við Einar Árna Jóhannsson um að þjálfa liðið og er samningurinn til tveggja ára.

Sæþór Þorbergsson formaður körfuknattleiksdeildar Snæfells sagði við karfan.is: „Þetta er augljóslega mikill hvalreki fyrir okkur í Snæfelli að fá Einar Árna til félagsins  og við bindum miklar vonir við ráðningu hans. Það er nú þegar ljóst að allir okkar sterkustu leikmenn verða áfram hjá félaginu og að auki hefur náðst munnlegt samkomulag við tvo sterka íslenska leikmenn sem við munum greina frá þegar úrslitakeppninni líkur. Markmið okkar undan farin ár hafa alltaf verið þau sömu, þ.e.a.s. að vinna Íslandsmeistaratitilinn, það hefur ekkert breyst í þeim efnum og við munum stefna ótrauðir á hann næsta vetur”.

Einar Árni var líka bjartsýnn þegar karfan.is heyrði í honum: „Þetta er bara tilboð sem ég gat ekki hafnað, þeir voru komnir með munnlegt samkomulag við tvo Íslendinga auk þess sem þeir eru með frábæran íslenskan hóp fyrir svo markmiðið getur ekki verið annað en að landa Íslandsmeistaratitlinum sem Snæfellingar hafa lengi ætlað sér.

[email protected]

Mynd: www.karfan.is

 

Fréttir
- Auglýsing -