spot_img
HomeFréttirAprílgabb karfan.is

Aprílgabb karfan.is

19:14

{mosimage}

Nú er 1. apríl að kveldi kominn og því kominn tími til að uppljóstra um aprílgabb okkar á karfan.is, margir eru eflaust búnir að fatta það en af viðbrögðum að dæma voru ekki allir sem sáu í gegnum okkur. Aprílgabb karfan.is þetta árið var frétt um að Einar Árni Jóhannsson væri búinn að semja við Snæfell, enginn fótur er fyrir þessari frétt og varð hún bara til á ritstjórn karfan.is.

Við viljum biðja alla afsökunar á þessu enda hefur karfan.is þá stefnu að skrifa áreiðanlegar fréttir en einu sinni á ári er 1. apríl og þá leyfum við okkur svona. Við vonum að enginn hafi hlotið skaða af og fólk fyrirgefi okkur að hafa aprílgabb þar sem fólk þurfti ekki að mæta neinsstaðar eða hafa samband við einhvern, semsagt ekki að „hlaupa“ 1. apríl.

Þá viljum við þakka þeim Sæþóri Þorbergssyni formann körfuknattleiksdeildar Snæfells og Einari Árna Jóhannssyni fyrir að vera með okkur í gríninu.

Þetta leyfum við okkur einu sinni á ári en fram að næsta 1. apríl getið þið treyst því að fréttir okkar eru sannar og réttar.

Rúnar Birgir Gíslason fréttastjóri karfan.is
[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -