10:00
{mosimage}
Næsti spámaður er Hlynur Bæringsson þjálfari Snæfells en Snæfellingar eru einmitt nýdottnir úr keppni eftir einvígi við Grindavík. Hlynur þekkir það að spila úrslitaleiki og er ekki lengra síðan en á síðasta tímabili að hann tók þátt í úrslitaeinvíginu.
Sjáum hvað hann hefur að segja:
”Verður mjög áhugavert einvígi, klárlega tvö bestu lið landsins. Styrkleikar liðanna liggja í raun á sömu stöðum, bæði hafa frábærar skyttur og mjög hröð lið en eru töluvert verri ef þau þurfa að stilla upp á hálfum velli, það er hinsvegar hægara sagt en gert að ná þeim á hálfan völl eins og við fengum að kynnast. Þar hlaupa þau bæði mikið vagg og veltu kerfið margfræga með ýmsum tilbrigðum. Það er því stór hluti af seríunni hvernig liðin spila það á móti hvort öðru, þau eru bæði hrifin af að skipta á skrínum og þá reynir á hvernig liðin nýta sér það sem kemur upp úr vagginu og veltunni Fyrir Grindavík skiptir öllu máli að Arnar og Þorleifur haldi eitthvað í við Jón og Jakob, Þorleifur a.m.k. er nokkuð vel byggður til að dekka þá og verður að hægja eitthvað á þeim.
KR þarf í raun bara að spila sinn leik, þurfa ekkert sérstakt, þeir eru það sterkir. Þeir eru ábyggilega minnugir klúðursins á móti Stjörnunni í bikarnum þar sem allt fraus í sókninni þegar þeir fengu engin hraðaupphlaup og fóru þar einn á einn í nánast hverri sókn. Brennt barn forðast eldinn og þeir munu ábyggilega vinna þetta meira í sameiningu núna. Ef þeir gera það þá vinna þeir titilinn verðskuldað endaverið besta liðið í vetur.
Ég ætla að spá að KR vinni þetta í 4 leikjum” [email protected]
Mynd: [email protected]



