11:49:38
Orlando Magic eru nú aðeins sjónarmun á eftir Boston Celtics í keppninni um annað sætið í Austurdeildinni eftir að hafa unnið Atlanta Hawks í nótt, 88-82. Dwight Howard átti enn einn stórleikinn þa sem hann var með 21 stig og 23 fráköst, en þetta er í níunda skipti sem hann fer yfir 20/20 á þessari leiktíð.
Atlanta voru með forystu í þriðja leikhluta áður en Howard og félagar tóku við sér og náðu frumkvæðinu fyrir lok fjórðungsins. Það sem eftir lifði leiks voru drengirnir frá Sólskinsríkinu í ekilssætinu og lönduðu góðum sigri.
Joe Johnson var stigahæstur Hawks með 21 stig.
A meðan lögðu Chicago Bulls NJ Nets að velli, 103-94, með frábærum lokaspretti. Þeir skoruðu síðustu 10 stig leiksins þar sem Ben Gordon fór á kostum.
Chicago eru nú í 7. sæti Austurdeildarinnar, öruggir inn í úrslitakeppnina, en fara vart lengra þar sem Miami er með nokkuð drjúgt forskot í 6. sætinu.
Hér eru úrslit næturinnar:
Toronto 102
New York 95
New Jersey 94
Chicago 103
Detroit 90
Philadelphia 95
Orlando 88
Atlanta 82
Miami 118
Washington 104
Memphis 107
Milwaukee 102
LA Clippers 104
Denver 120
ÞJ



