spot_img
HomeFréttirKeflavík Íslandsmeistari 10 ára mb Kvenna

Keflavík Íslandsmeistari 10 ára mb Kvenna


Minnibolti 10 ára stúlkur Keflavík Íslandsmeistarar
Keflavíkurstúlkur í minnibolta kvenna 10 ára voru höfðu ekki tapað leik í vetur þegar síðasta og jafnframt úrslita-fjölliðamót vetrarins  fór fram í Íþróttaakademíunni um helgina. Liðið sigraði alla andstæðinga sína á þessu móti eins og á fyrri mótum vetrarins.
Fyrirfram var búist við að leikur Keflavíkur og Fjölnis sem var fyrsti leikur helgarinnar yrði úrslitaleikur mótsins þar sem leikir þessara liða hafa verið miklir baráttu leikir í vetur. Síðast þegar liðin léku höfðu keflvíkur 3ja stiga sigur eftir erfiðan leik.
Fyrstu mínútur leiksins var jafnræði með liðunum, en eftir það sigu Keflavíkurstúlkur framúr og höfðu 5 stiga forystu eftir 1.leikhluta 11-6, og staðan í hálfleik 17-12. Lið Keflavíkur komu svo grimmar til leiks í síðari hálfleik og unnu hann 21-6 með mikilli baráttu og leikgleði. Og með því unnu Keflavík leikinn þar með 38-20.  Keflavíkurstúlkur spiluðu mjög vel og eru vel að sigrinum komnar. Lið Fjölnis spilaði mjög vel í fyrrihálfleik en gáfu aðeins eftir í þeim síðari, en þær eiga eftir að koma öflugar til leiks á næsta tímabili. Stigahæstar hjá Íslandsmeisturunum voru Kristrós Björk Jóhannsdóttir með 19 stig, Thelma Dís Ágsústsdóttir og Svanhvít Ósk Snorradóttir með 6 stig hvor. Hjá Fjölni var Halla M. Ástvaldsdóttir með 9 stig, Karen E. Guðmundsdóttir með 7 stig.

Fréttir
- Auglýsing -