spot_img
HomeFréttirHrafn Kristjánsson hættir með Þórsara

Hrafn Kristjánsson hættir með Þórsara

19:55

{mosimage}

Heimasíða Þórs á Akureyri greinir frá því í dag að Hrafn Kristjánsson mun ekki þjálfa Þórsara áfram. Í samtali við Hrafn segir Hrafn að eftir tímabilið hafi hann haft áhuga á að halda áfram en hugsanlega sé þetta rétti tímapunkturinn til að breyta til, bæði fyrir félagið og hann sjálfan. Þá segir Hrafn að hann haldi öllu opnu og sé alls ekki hættur að þjálfa.

Hrafn Kristjánsson á að baki fjögur tímabil sem þjálfari í Úrvalsdeild, hann stýrði KFÍ veturinn 2003-04 en hélt svo til Akureyrar og stýrði þeim þrjú tímabil í efstu deild og kom þeim einu sinni í úrslitakeppni. Árangur hans í Úrvalsdeild er 27 sigrar í 88 leikjum sem gerir 30,7% sigurhlutfall. Í 1. deild hefur hann þjálfað sömu lið og þar er hlutfallið öllu betra, 57 sigrar í 66 leikjum sem gerir 86,4% sigurhlutfall. Í meistaraflokki karla hefur Hrafn því stýrt sínum liðum til sigurs í 84 af 154 leikjum sem gerir 54,5% sigurhlutfall.

Frétt Þórsara og viðtal við Hrafn má lesa hér.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -