9:07
{mosimage}
Bakken bears tryggði sér í gær sigur í svokallaðir Development league sem Danir hafa sett á fót. Bakken sigraði BK Amager í úrslitum 91-88 eftir framlengdan leik og skoraði Guðni Valentínusson 15 stig fyrir Bakken.
Leikurinn var æsispennandi í lok venjulegs leiktíma, Amager menn virtust vera að tryggja sér sigurinn en Bakken náði að jafn um leið og lokaflautið gall og sigraði í framlengingu. Eins og fyrr segir skoraði Guðni 15 stig og tók 12 fráköst en Elvar Steinn Traustason komst ekki á blað.
Development league, oftast kölluð D-league, er deild sem öll úrvalsdeildarliðin skipa og er einungis fyrir leikmenn sem eru 23 ára og yngri á því ári sem deildin hefst. Leikið er í tveimur riðlum, austur og vestur og mætast svo efstu lið hvors riðils í úrslitum. Bakken sigraði í vesturriðlinum en Amager í austur.
Mynd: Christina Ipsen



