spot_img
HomeFréttirFjölnir öruggir Íslandsmeistari í drengjaflokki árið 2009 (umfjöllun)

Fjölnir öruggir Íslandsmeistari í drengjaflokki árið 2009 (umfjöllun)

17:33

{mosimage}

Fjölnir tryggði sér mjög örugglega Íslandsmeistaratitilinn í drengjaflokki með óvæntum 40 stiga sigri á KR.  Fjölnismenn höfðu frumkvæðið allan leikinn og juku smám saman við forskotið.  Fjölnismenn sundurspiluðu varnarleik KR með hröðum sóknarleik með Ægir Þór Steinarsson í broddi fylkingar sem skoraði 16 stig í dag, gaf 10 stoðsendingar, hirti 10 fráköst og stal 6 boltum.  Stigahæstur Fjölnismanna var þó Arnþór Freyr Guðmundsson með 19 stig en 5 leikmenn Fjölnis skoruðu meira en 10 stig.  Hjá KR var Snorri Páll Sigurðsson stigahæstur með 15 stig en næstir voru Baldur Þór Ragnarsson og Örn Sigurðarson með 9 stig hvor.

Fjölnismenn byrjuðu leikinn af miklum krafti, spiluðu hraðan bolta sem KR átti í bullandi vandræðum með.  Þegar þrjár mínútur voru liðnar af leikhlutanum voru Fjölnismenn komnir með 6 stiga forskot, 9-3.  Um það bil mínútu seinna var forskotið komið upp í 10 stig, 13-3 og tók þá Sigurður Hjörleifsson, þjálfari KR, leikhlé.  KR liðið vaknaði aðeins til lífsins eftir það og Örn Sigurðarson skoraði þá 4 stig í röð fyrir KR.  Þegar rúmlega þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum var forskot Fjölnis komið niður í 3 stig, 17-14 en þá tók Bjarni Karlsson, þjálfari Fjölnis, leikhlé.  Fjölnismenn áttu svo seinustu þrjár mínútur leiksins en þar skoruðu þeir 10 stig gegn 3 stigum KR.  Það var þess vegna 10 stiga munur á liðunum þegar flautað var til loka leikhlutans, 27-17.  Sóknarleikur Fjölnismanna var til mikilli fyrirmynda og KR var einfaldlega í stökustu vandræðum með að stoppa hraðan leik Fjölnis.  

KR tókst að halda stórskyttum Fjölnis í skefjum fyrstu mínútur annars leikhluta en það leið þó ekki á löngu þar til þeir fundu leið framhjá vörn KR.  Þegar leikhlutinn var hálfnaður var munurinn á liðunum kominn upp í 18 stig, 37-19.  KR skoraði þó 5 stig í röð þangað til Bjarni tók leikhlé fyrir Fjölnismenn, 39-24 og aðeins ein og hálf mínúta var eftir af leikhlutanum.  Það var ekkert skorað það sem eftir lifði leikhlutans og var því ennþá 15 stiga munur á liðunum þegar flautað var til hálfleiks, 39-24.  

Stigahæstur hjá Fjölni í hálfleik var Tómas Tómasson með 9 stig en næstir voru Arnþór Freyr Guðmundsson með 8 stig og Ægir Þór Steinarsson með 7 stig.  Hjá KR var Baldur Þór Ragnarsson stigahæstur með 7 stig en næstir voru Snorri Páll Sigurðsson og Örn Sigurðarson með 6 stig hvor.  

{mosimage}

KR byrjaði seinni hálfleik sterkt og skoruðu fyrstu 6 stig þriðja leikhluta.  Það dugði þó skammt því Fjölnir svaraði um hæl.  Þegar tæplega fjórar mínútur voru liðnar af leikhlutanum var munurinn á liðunum aftur kominn upp í 18 stig, 48-30 og áhlaup KR í upphafi leikhlutans því orðið að engu.  Fjölnismenn bættu bara í forskotið eftir því sem leið á leikhlutan með gríðarlega hröðum sóknarleik og baráttu.  Þegar þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum tók Sigurður Hjörleifssin leikhlé fyrir KR sem voru komnir 29 stigum undir, 61-32.  Eftir það skoruðu KR næstu 5 stig leiksins og spiluðu fínan varnarleik.  Munurinn var samt sem áður 26 stig þegar þriðja leikhluta lauk, 63-37.  

Fjölnir sýndi algjöra yfirburði sína í leiknum í fjórða leikhluta þegar þeir juku forskotið enn meira.  Þegar þrjár mínútur voru liðnar af leikhlutanum höfðu Fjölnismenn náð forskotinu upp í 34 stig, 73-39.  Egill Vignisson var hvað líflegastur í liði KR í fjórða leikhluta en hann barðist vel undir körfunni.  Það dugði þó lítið því forskot Fjölnis fór aldrei undir 30 stig og þegar yfir lauk höfðu þeir 40 stiga sigur, 88-48.  

Umfjöllun: Gísli Ólafsson
Myndir: [email protected]

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -