
Jón Guðmundsson, dómari og þjálfari yngri flokka í Keflavík verður seint sakaður um að koma ekki titlum í hús hjá félagi sínu. Jón hefur á þessu ári verið svo sannarlega „aflakló“ fyrir þá blá klæddu í Reykjanesbænum. Kappinn hefur halað inn 6 titlum (íslands og bikar) fyrir félagið og þar á meðal einnig ein silfur verðlaun og á möguleika á 7 titlinum næstu helgi.
Um núliðna helgi átti Jón bæði liðin í úrslitaleik 10. flokks kvenna og þar með eru silfur verðlaunin útskýrð. 10. Flokkur varð einnig bikarmeistari undir hans stjórn og svo tók stúlknaflokkur einnig bikarinn í sínum flokki. Í 1. Deild kvenna var Jón með korn ungt lið sem gerði sér lítið fyrir og vann deildina. Minnibolti 10 ára og einnig minnibolti 11 ára urðu Íslandsmeistarar á nýliðnum helgum. Jón á enn möguleika á að stýra liði stúlknaflokks til Íslandsmeistaratitils en úrslit fara fram næstu helgi.
10. flokkur kv. Íslandsmeistari – Bikarmeistari
Stúlknaflokkur Bikarmeistari
Minnibolti 10 ára kv. Íslandsmeistari
Minnibolti 11 ára kv. Íslandsmeistari
1. Deild MFL kv. Deildarmeistarar



