spot_img
HomeFréttirJason Terry valinn sjötti maður ársins

Jason Terry valinn sjötti maður ársins

07:52:22
Jason Terry, bakvörður Dallas Mavericks, var í gær valinn sjötti maður ársins, eða besti varamaðurinn í NBA. Ekki kom þetta kjör mikið á óvart þar sem að Terry hefur átt gott ár fyrir Dallas, skoraði 19,6 stig að meðaltali í leik, gefið 3,4 stoðsendingar í leik, þrátt fyrir að hafa byrjað inná í aðeins 11 af 74 leikjum. Hann var fastur byrjunarliðsmaður allt þar til hann tók að sér það hlutverk að koma af bekknum fyrir tveimur árum síðan.

 

Terry hlaut yfirburðakosningu þar sem hann fékk 111 af 121 atkvæði í fyrsta sætið og alls 576 stig. Næsti maður var JR Smith hjá Denver Nuggets með 155 stig og í þriðja sæti var Nate Robinson hjá NY Knicks með 113.

 

Terry skoraði yfir 20 stig af bekknum 33svar sinnum í ár og í 26 leikjum skoraði hann sjálfur meira en allir varamenn andstæðinganna.

 

Þá hefur enginn handhafi þessara verðlauna skorað eins mikið frá því að Ricky Pierce skoraði 23 stig að meðaltali fyrir Milwaukee leiktíðina 89-90.

 

Terry  sagði þegar hann veitti verðlaununum viðtöku að hans leikstíll ætti vel við að koma af bekknum. „Ekki nokkur spurning. Ég spila alltaf með mikilli orku, kem inná og er fljótur að koma mér í gang í sókninni og þarf engin upphitunarskot. Ég stekk bara inn í eldinn og það er sérstakur hæfileiki.“

 

Tölfræði Jason Terrys

 

Fyrri verðlaunahafar

 

ÞJ

 

Fréttir
- Auglýsing -