spot_img
HomeFréttirDenver áfram - Miami í vandræðum

Denver áfram – Miami í vandræðum

08:36:36
Denver tryggði sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildar NBA í fyrsta sinn í 15 ár með sigri á New Orleans Hornets í nótt, 107-86, og þar með sigur í rimmu liðanna 4-1. Denver hefur komist í úrslitakeppnina síðustu fimm ár og alltaf verið slegnir út í fyrstu umferð.

Á meðan voru Atlanta að koma sér í sérdeilis þægilega stöðu í einvíginu gegn Miami Heat, en þeir unnu í nótt, 106-91, og leiða 3-2.


Tölfræði leikjanna

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -