spot_img
HomeFréttirDanny Granger fékk framfaraverðlaunin

Danny Granger fékk framfaraverðlaunin

 18:38:22
Framherjinn Danny Granger hjá Indiana Pacers fékk í dag framfaraverðlaun NBA-deildarinnar. Hann vann nauman sigur á Devin Harris, leikstjórnanda NJ Nets, með 364 stigum gegn 339, en 121 blaðamenn eru í valnefndinni.

Granger, sem var að leika sitt fjórða tímabil, skoraði tæp 26 stig og tók 5 fráköst að meðaltali í leik. Hann hefur bætt sig stórum skrefum allt frá nýliðaárinu, en þá var hann með 7.5 stig í leik, svo 13.9 á örðu ári og 19.6 á síðasta ári.

Hann var í fimmta sæti á stigalista NBA í ár á eftir Dwayne Wade, LeBron James, Kobe Bryant og Dirk Nowitzki, en hann var einnig valinn í Stjörnuliðið í fysta sinn á ferlinum.

Hann hefur einnig verið valinn í forvalið fyrir undirbúning bandaríska landsliðsins fyrir ÓL 2012.

 Ferill Grangers

Mynd/AP

Fréttir
- Auglýsing -