spot_img
HomeFréttirÖruggur sigur hjá karlaliðinu gegn Möltu

Öruggur sigur hjá karlaliðinu gegn Möltu

13:27
{mosimage}

(Páll Axel setti 20 stig fyrir íslenska liðið í dag)

Karlalandslið Íslands mætti Möltu í dag í sínum fyrsta leik á Smáþjóðaleikunum sem fara nú fram á Kýpur. Íslenska liðið lagði það maltneska örugglega 93-53.

Grindvíkingurinn Páll Axel Vilbergsson var atkvæðamestur í íslenska liðinu í dag með 20 stig, 4 fráköst, 2 stoðsendingar og 2 stolna bolta. Næstur honum voru þeir Magnús Þór Gunnarsson, Þorleifur Ólafsson og Sigurður Þorsteinsson allir með 12 stig.

Karlaliðið leikur aftur á morgun og mætir þá Kýpur kl. 20:30 að staðartíma eða kl. 17:30 að íslenskum tíma og verður leikurinn í beinni útsendingu hjá RÚV.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -