21:54
{mosimage}
Haldnar verða tvennar körfuboltabúðir fyrir metnaðafullar stelpur og metnaðafulla stráka dagana 15.-26. júní í DHL- Höllinni. Stjórnandi búðanna er Benedikt Guðmundsson og verða honum innan handar færir þjálfarar og fyrrum nemendur Benedikts sem hafa náð langt í körfubolta og ætla að miðla af reynslu og þekkingu sinni til metnaðafullra krakka.
15. – 20. júní: krakkar fæddir 1997 og eldri
22. – 26. júní: krakkar fæddir 1998 og yngri
Þú getur unnið . . . .
– áritaða treyja af NBA stjörnunni Dirk Nowitski (eldri hópurinn)
– áritaða treyja af Jóni Arnóri Stefánssyni (yngri hópurinn)
– áritaða bolta af íslenskum atvinnumönnum
– allir þátttakendur fá áritað plakat af Jóni Arnóri Stefánssyni
– 16" pizzur frá Rizzo
Fyrirlestarar verða um . . . .
– lífið í high school og college í USA
– atvinnumennskuna í evrópu og NBA
– rétt hugafar til að ná langt í körfubolta
– rétt mataræði til að ná langt í körfubolta
– þjálfari unglingalandsliðs fjallar um yngri landsliðin
Annað . . . .
– spilaðu 1 á 1 við Jón Arnór og hina atvinnumennina
– taktu mynd af þér með íslensku stjörnunum
– spurðu Jón Arnór og hina leikmennina spjörnum úr
– Benni Penni kemur og leitar af efnilegum körfuboltakrökkum
Búðirnar kosta 7500-.
Skráningar og fyrirspurnir sendist á [email protected]



