08:40:02
Á meðal reglulegra áhorfenda á leikjum Orlando Magic er stórkylfingurinn Tiger Woods. Hann hefur fylgt Magic í gegnum úrslitakeppnina og nú eru þeir komnir í úrslit, en þá vandast málið fyrir Tiger.
Nánar hér að neðan…
Þeir mæta nefnilega uppáhaldsliði Tigers, LA Lakers, en hann ólst upp í Los Angeles á gullaldarrárum „Showtime“.
Ég bý í Orlando og held alltaf með Magic, en ég er frá LA. Ég ólst up við að horfa á Magic, Kareem, Worthy og Byron og þá alla, og jafnvel fyrr McAdoo og Nixon og fleiri þetta er ekki auðvelt, en ég er frá LA!“
Tiger hefur þá væntanlega fagnað þegar LAkers unnu fyrst leikinn í rimmu liðanna með sannfærandi hætti, en næsti leikur er í kvöld.



