spot_img
HomeFréttirÍsland lá fyrir Lúxemborg

Ísland lá fyrir Lúxemborg

9:10

{mosimage}

Íslenska karlalandsliðið lauk keppni á Smáþjóðaleikunum nú fyrir skömmu þegar liðið tapaði fyrir Lúxemborg 74-66 . Liðið endar því annað hvort í þriðja eða fjórða sæti í keppninni en það ræðst af úrslitum úr leik Kýpur og Andorra.

Lúxemborg byrjaði leikinn betur í dag og var 10 stigum eftir fyrsta leikhluta en Íslendingar héldu þeim í aðeins 8 stigum í þeim öðrum en skoruðu aðeins 15 sjálfir svo staðan í hálfleik var 33-31 fyrir Lúxemborg. Leikurinn var svo jafn og spennandi það sem eftir var en svo fór að Lúxemborg hafði 8 stiga sigur.

Enginn Íslendingur skoraði  10 stig eða meira en Logi Gunnarsson og Sigurður Þorsteinsson skoruðu 9 stig hvor, Pavel Ermolinskij, Páll Axel Vilbergsson og Þorleifur Ólafsson skoruðu 8 stig hver.

Fari svo að Andorra vinni Kýpur seinna í dag þá endar Ísland í fjórða sæti í mótinu, annars í því þriðja.

[email protected]

Mynd: Snorri Örn Arnaldsson

Fréttir
- Auglýsing -