spot_img
HomeFréttirAfburðanemendur í Haukum

Afburðanemendur í Haukum

11:08

{mosimage}
(Haukakonurnar og námshestarnir María Lind og Kristín Fjóla)

Haukar hafa ekki bara á að skipa besta liðinu á landinu í meistaraflokki kvenna, heldur eru þær einnig bráðgáfaðar! Í þarsíðustu viku útskrifaðist María Lind Sigurðardóttir frá Kvennaskólanum í Reykjavík með meðaleinkun upp á 9,61. Hún var að sjálfsögðu dúx skólans og fékk meðal annars 10 á öllum lokaprófum ársins.  En María Lind er ekki bara afburðanemandi, hún er líka að læra á píanó og spila með Haukum í körfunni. Þetta kemur fram á www.haukar.is

En þær eru fleiri sem gerðu það gott því Kristín Fjóla Reynisdóttir var dúx Flensborgarskólans síðasta laugardag eftir þriggja ára nám.  Meðaleinkun Kristínar Fjólu var tæplega 9,4.  Hún hlaut 7 viðurkenningar fyrir góðan árangur í hinum ýmsu fögum og ekki laust við að töluverðan styrk hafi þurft til að halda á bókastaflanum, enda útskrifaðist Kristín Fjóla af Náttúrufræðibraut  íþróttaafrekssviði þar sem blandað er saman námi og íþróttum, eins og t.d. körfubolta.

Lesa nánar á heimasíðu Hauka: http://www.haukar.is/karfa/4116-afbureanemendur-i-haukum

Fréttir
- Auglýsing -