Kobe Bryant fór á kostum í upphafi leiks þar sem hann skoraði 17 stig í fyrsta leikhluta, en Magic náði frumkvæðinu fyrir hálfleik.
Þeir voru í ekilssætinu lengst af í seinni hálfleik þar sem flest sem þeir hentu upp í loft rataði í körfuna.
Það var ekki fyrr en um miðjan fjórða leikhluta sem Lakers tóku sig saman í andlitinu og jöfnuðu leikinn, 99-99, en eftir það gekk ekkert upp hjá þeim. Kobe Bryant klikkaði á víti og tilraunir þeirra utan 3ja stiga línunnar misstu allar marks.
Magic fundu hins vegar körfuna og fögnuðu vel í lokin, enda fyrsti sigur í úrslitaleik í sögu liðsins.
Stigahæstir í Magic: Howard 21/14, Lewis 21, Alston 20, Turkoglu 18, Pietrus 18.
Stigahæstir í Lakers: Bryant 31, Gasol 23, Ariza 13, Odom 11, Farmar 11.
Mynd/AP



