spot_img
HomeFréttirKKÍ gerir samning um Spalding bolta til næstu þriggja tímabila

KKÍ gerir samning um Spalding bolta til næstu þriggja tímabila

11:20
{mosimage}

(Á mynd sjást Hannes S. Jónsson formaður KKÍ og Björn Leifur Þórisson frá Marka ehf sem er umboðsaðili Spalding á Íslandi skrifa undir samninginn)

KKÍ og Marka ehf sem er með umboð fyrir Spalding á Íslandi skrifuðu í gær undir þriggja ára samning þess efnis að öll lið í Iceland Express deildum karla og kvenna munu nota Spalding körfubolta næstu þrjú keppnistímabilin. Íslenskir körfuboltamenn eru ekki óvanir þessum boltum en þeir hafa í gegnum áratugina verið vinsælir og notaðir á árum áður í flestum deildum á Íslandi. Spalding boltar eru m.a. notaðir í NBA deildinni í Bandaríkjunum. www.kki.is greinir frá.

Öll félög í Iceland Express deildum karla og kvenna fá 5 bolta hvert í gegnum samninginn og jafnframt gefst öllum aðildarfélögum KKÍ kostur á því að kaupa bolta á sérstökum kjörum og á það einnig við um yngri flokka félaganna.

KKÍ væntir góðs samstarfs við Marka ehf / Spalding

www.kki.is

Fréttir
- Auglýsing -