spot_img
HomeFréttirSiggi til Solna ! Hver tekur við Keflavík ?

Siggi til Solna ! Hver tekur við Keflavík ?

Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflvíkinga mun á næstu leiktíð þjálfa lið Solna í Svíþjóð. Sigurður hefur verið í Svíþjóð síðastliðna daga að skoða aðstæður ytra og nú er svo komið að kappinn mun ganga frá eins árs samningi við þá sænsku.  Sigurður hefur verið við þjálfun hjá Keflavík síðastliðin 20 ár ýmist með meistaraflokk karla eða kvenna.

Fróðlegt verður því að fylgjast með hver mun taka við skútunni í Keflavíkinni. Þó nokkur nöfn báru á góma hjá Keflvíkingum þegar heyrðist af því að Sigurður myndi jafnvel halda í víking. Nöfn þeirra Fals Harðarsonar, Einars Einarssonar, Jóns Guðmundssonar og Guðjóns Skúlasonar hafa borið hæst á góma hjá spekingum, og jafnvel hefur nafn harðjaxlsins Sverris Þórs Sverrissonar verið nefnt en hann gerði meistaraflokk kvenna að Íslandsmeisturum ekki fyrir svo löngu.

Fréttir
- Auglýsing -