spot_img
HomeFréttirDómarar velja menn til forystu

Dómarar velja menn til forystu

8:42

{mosimage}

Aðalfundur Körfuknattleiksdómarafélags Íslands (KKDÍ) var haldinn þann 10. júní þar sem Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, heiðraði fundinn með nærveru sinni. Eitt af meginhlutverkum KKDÍ er að viðhalda og efla samheldni félagsmanna, sem voru alls 40 á nýliðnu starfsári, og gæta hagsmuna þeirra.

 

Þar sem félagið hafði gert þriggja ára samning við samstarfsaðila starfsárið áður og undirritað kjarasamninga við KKÍ og félögin, var meginverkefni stjórnar félagsins á síðastliðnu starfsári að þjappa hópnum saman í leik og starfi eins og kom fram í máli formanns, Lárusar Inga Magnússonar. Fjárhagsstaða KKDÍ er ágæt um þessar mundir sem gefur félaginu bolmagn til þess að takast á við þær erfiðu aðstæður sem nú ríkja. Jafnframt kom fram mikill vilji fundarmanna að leggja allt sitt af mörkum til þess að styðja körfuknattleikshreyfinguna á þessum síðustu og verstu tímum.

Björgvin Rúnarsson gekk út úr stjórninni og var Guðmundur Ragnar Björnsson kosinn í hans stað. Þá var Eggert Þór Aðalsteinsson endurkjörinn til eins árs. Auk þeirra skipar Lárus Ingi þriggja manna stjórn, en varamenn verða áfram þeir Guðni Eiríkur Guðmundsson og Hákon Hjartarson. Stjórnin hefur skipt með sér verkum með þeim hætti að Lárus Ingi verður áfram formaður, Eggert gjaldkeri og Guðmundur ritari.

Fréttir
- Auglýsing -