11:15:25
{mosimage}
Boston Celtics eru farnir að falbjóða bæði Ray Allen og Rajon Rondo í tilraunum sínum til að endurbyggja liðið, ef eitthvað er að marka NBA-spekinga vestanhafs. Allen, sem er 34 ára, er á sínu síðasta samningsári þar sem hann mun þéna um 20 milljónir dala og gæti því verið freistandi þó ekki væri nema til að losa um undir launaþakinu. Rondo er hins vegar ungur og efnilegur leikstjórnandi sem blómstraði í úrslitakeppninni og verður sennilega meðal bestu manna í sinni stöðu ef hann heldur rétt á spöðunum.
Nánar hér að neðan…



