
Shaq stígur út einn sinn besta vin í deildinni í vetur
Nú stefnir allt í það að “stál maðurinn” Shaquille O´Neal muni yfirgefa lið Pheonix Suns og fara til Cleveland Cavaliers. CAVS leita nú allra leiða til að halda stórstjörnu sinni, Lebron James innanbúða hjá liðinu. Uppkast af samningum þessa efnis hafa verið samþyktir af báðum aðilum og gert er ráð fyrir að opinberun muni verða í dag vestan hafs.
Þessi skipti munu koma til með að senda Ben Wallace og Sasha Pavlovic yfir til Pheonix ásamt því að Pheonix fær háskólavalrétt og eitthvað klink af peningum. Heimildir segja að liðin tvö hafa verið að ræða þessi skipti lengi og þetta mun gefa Pheonix mikið svigrúm á launaþaki sínu til að fá inn leikmenn þar sem að Shaq þénar um 20 milljónir dollara yfir síðasta ár samnings tímabils síns.
Mynd: espn.com



