spot_img
HomeFréttirNýliðavalið 2009: Griffin valinn fyrstur - Rubio valinn af Wolves, skipt til...

Nýliðavalið 2009: Griffin valinn fyrstur – Rubio valinn af Wolves, skipt til Knicks?

 00:26:40
LA Clippers völdu framherjann Blake Griffin fyrstan í nýliðavalinu 2009 fyrir stundu. Ekki kom það á óvart en mikil spenna hafði myndast um hvað Memphis myndu gera með annan valréttinn. Þeir tóku miðherjann og varnartröllið Hasheem Thabeet, Oklahoma tók skotbakvörðinn James Harden þriðja, Sacramento tók Tyreke Evans fjórða og Minnesota hrepptu ungstirnið spænska Ricky Rubio með fimmta valrétti, en hann gæti reynst stjarna þessa nýliðahóps þegar fram í sækir.

Nánar hér að neðan…

Minnesota áttu einnig sjötta valrétt og tóku annan leikstjórnanda, Jonny Flynn, þannig að öðrum þeirra verður sennilega skipt áður en nóttin er liðin. Sumir segja að Rubio verði jafnvel skipt til NY Knicks.

Golden State tók svo Stephen Curry, sem var stigahæsti leikmaður háskólaboltans síðasta ár, og Knicks tóku kraftframherjann Jordan Hill með áttunda valréttinum.

 Sjá valið á Yahoo! Sports

Fréttir
- Auglýsing -