12:00
{mosimage}
Breiðabliksmenn ætla greinilega ekki að láta deigan síga næsta vetur. Eins og karfan.is greindi frá í gær hafa þeir fengið Hjalta Friðriksson frá Val og nú hafa borist fréttir af því að Þorsteinn Húnfjörð og Bjarni K. Árnason séu gengnir til liðs við Blika.
Hrafn Kristjánsson þjálfari Blika staðfesti þetta í samtali við karfan.is en Hrafn ætti að kannast vel við þá Þorstein og Bjarna frá því þeir félagar voru allir í Þór á Akureyri.
Aðspurður um kosti þess að fá Þorstein til Blika sagði Hrafn:
„Að mínu mati gefa þeir Húni, Þorsteinn Gunnlaugs og Hjalti Friðriks okkur mjög góða og mismunandi kosti inni í teig. Húni er mjög öflugur varnarlega, er sterkur, hreyfir fæturnar vel og ver mörg skot. Steini berst til síðasta blóðdropa og fer í alla bolta. Hann kemur inn í þetta tímabil léttari og í mjög góðu formi og ég býst við stórum hlutum af honum. Hjalti er mjög fjölhæfur leikmaður sem getur unnið inni í teig og skotið fyrir utan jöfnum höndum. Hann getur líka leikið lítinn framherja og gefur okkur því, ásamt Ágústi Angantýs, möguleikann að stilla upp hávöxnu liði við vissar aðstæður.“
En hvert verður hlutverk Bjarna?
„Bjarni Konráð verður einnig í Breiðablik næsta tímabil og berst við Daníel Guðna og Arnar Péturs um stöður leikstjórnenda. Ég þekki Bjarna af góðu einu alla tíð frá því að hann stjórnaði Þórsliðinu upp í úrvalsdeild 2004-2005 18 ára gamall. Hann á það sammerkt með bæði Danna og Arnari að vera mun harðari af sér en margir gefa honum kredit fyrir þannig að það verður gaman að fylgjast með þeim taka á hvor öðrum þetta tímabilið.“
Mynd: [email protected]



