14:00
{mosimage}
Tindastólsmenn hafa fengið til liðs við sig bakvörðinn Sveinbjörn Skúlason. Sveinbjörn sem er 24 ára gamall lék með Keflavík í yngri flokkum og lék svo Njarðvík, Þór Þ. og Hetti.
Í samtali við Feykir.is segir Karl Jónsson þjálfari Tindastóls:
„Sveinbirni er ætlað að styðja aðalleikstjórnanda liðsins, sem verður erlendur. Hann mun einnig bregða sér í skotbakvörðinn ef að líkum lætur. Hann er að vinna að því hörðum höndum að koma sér í sitt besta form og þá mun hann styrka liðið okkar mikið. Hann hefur áhuga á að sanna sig í úrvalsdeildinni og hérna fær hann gott tækifæri til þess að vinna í sínum málum og koma sér í gott form. Þegar hann er kominn þangað hef ég trú á að hann eigi eftir að hjálpa okkur mikið.“
[email protected]
Mynd: www.tindastoll.is



