6:30
{mosimage}
Þeir félagar Sigurður Einarsson og Halldór Karlsson sem léku í dönsku 2. deildinni síðasta tímabil ætla að söðla um í vetur og leika með Horsens IC í dönsku úrvalsdeildinni undir stjórn Ken Webb.
Þeir félagar léku með Horsens BC í 2. deildinni síðasta vetur og voru í toppbaráttunni framan af. Í sumar var svo Ken Webb ráðinn til Horsens IC en Íslendingar ættu að kannast við Webb frá því hann þjálfaði Skallagrím. Horsens IC varð meistari árið 2005 og háði marga hildi við Bakken bears um danska titilinn en síðasta vetur hallaði undan hjá þeim og þeir lentu í fallbaráttu. Með ráðningu Webb ætla menn að snúa taflinu við og stefna hærra.
Karfan.is heyrði í þeim Halldóri og Sigurði um vistaskiptin. Fyrst hittum við Halldór og spurðum hvað hefði komið til, afhverju hann skipti um félag.
Ég hef verið að spila sumarbolta með HBC, en við höfum verið að spila með HIC síðustu 2 ár og þeir HIC-menn hafa verið að spurja mig hvort ég vilji ekki koma og spila með þeim, svo hefur Ken Webb verið að spila með á þessum sumar æfingum, hann talaði við mig svo var ég allt í einu mætur á æfingu hjá HIC. Siggi Einars var farinn til HIC líka svo mig langar að prófa þetta. Ég er líka ekkert að yngjast í þessu orðinn 31 árs, ég hef bara hrikalega gaman af þessu og ef maður ætlar að láta til sín taka þá er það núna eða aldrei.
Hvernig líst þér á Webb?
Ken Webb er fínn kall og með sterkar skoðarnir á körfubolta. Hann er með mjög góða reynslu sem leikmaður sem hann hann nýtur góðs af. Væntingar, já þegar maður hefur spilað með liðum eins og Keflavík og Njarðvík þá eru væntingarnar. Ekki að taka þátt í mótinu heldur vinna hvert einasta mót sem tekið er þátt í og þegar maður er alinn þannig upp vinna einhvern stóran bikar reglulega þá er erfitt að fara í einhvern fallslag, en væntingarnar hjá hjá HIC núna er að vinna fleiri leiki enn í fyrra, það hlýtur að vera þeir voru hræðilegir á síðasta tímabili, að komast í úrslitakeppnina hlýtur að vera sigur fyrir þá!
Þá heyrðum við í Sigurði.
Afhverju ertu að skipta um lið?
HBC er 2 annara deildar lið og ég fór í það bara til að sprikla á meðan ég var að koma mér inn í skólann og allt hér í DK, svo ákvað ég að reyna aðeins á mig með að fara yfir í alvöru lið HIC.
Væntingar til þín sem leikmanns í dönsku úrvalsdeildinni?
Ég veit ekki hvaða væntingar HIC hefur til mín en ég geri sjálfur þær væntingar að skila því sem ég get fyrir liðið bæði í vörn og sókn.
Hvar verður HIC í deildinni?
Ég býst við að við verðum um miðja deildinna, en vona að við komumst í 8 liða úrslit.
Hvernig líst þér á Ken Webb?
Mér list mjög vel á hann, held að hann eigi eftir að reynast liðinu vel.
Hver er munurinn á dönsku og íslensku deildinni?
Þar sem mér finnst vera er að íslenska deildinn er mun líkari amerískum körfubolta og danska deildinn er Evrópu bolti, sem er dálítill munur en samt erfitt að útskýra.
Mynd: Sigurður Einarsson



