
Páll Kristinsson er tekin í viðtal á heimasíðu UMFN eftir fyrsta leik hans með uppeldisfélagi sínu í gærkvöldi gegn Keflavík. Páll lýsir ánægju sinni á því að vera kominn heim og einnig minnir hann á þá staðreynd að þó svo að lið Njarðvíkinga sé sterkt á pappír að þá hafi „pappírar“ aldrei unnið til neinna verðlauna. Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni á heimasíðu UMFN.
Páll Kristins: Pappírar hafa aldrei unnið neitt
Fréttir



