spot_img
HomeFréttirLogi Gunnars hugsanlega til Frakklands

Logi Gunnars hugsanlega til Frakklands


Logi með landsliðinu gegn Austurríki
Landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson úr Njarðvík er sem stendur í viðræðum við Franska liði ST Etienne um að spila með liðinu á næsta tímabili. Sem stendur er kappinn með tilboð í höndunum og eru góður líkur á því að kappinn muni spila í Frakklandi á næstu leiktíð.  Logi kvaðst gríðarlega spenntur fyrir þessu verkefni þegar Karfan.is bar að dyrum.

„Þetta er spennandi verkefni sem er að bjóðast þarna í Frakklandi en það er ekkert búið að skrifa undir ennþá. Þetta mun allt koma í ljós fljótlega eftir helgi.“  Sagði Logi í samtali við Karfan.is . Frábærar fréttir fyrir Loga en að sama skapi er þetta blóðtaka fyrir lið Njarðvíkinga sem þó hafa náð að kalla heim flesta af sínum bestu uppöldu leikmönnum síðastliðna ára.

Fréttir
- Auglýsing -