Jón Arnór Stefánsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við spænska úrvalsdeildarliðið Granada. Hann heldur utan til æfinga á miðvikudaginn en fyrsti leikur hans með liðinu verður við Bilbao 11. október. Þetta kemur fram á www.mbl.is
Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu. Deildin á Spáni er sú sterkasta í Evrópu. Ég á eftir að sanna mig þar og þetta er því virkilega mikil áskorun. Ég kannast við leikstílinn eftir að hafa spilað á Spáni og þá hef ég spilað á móti mörgum af þessum liðum frá Spáni í Evrópukeppninni,“ sagði Jón Arnór við Morgunblaðið í dag.
Nánar verður greint frá samningi Jóns Arnórs við Granada í Morgunblaðinu í fyrramálið auk lengra viðtals. Jón Arnór var lykilmaður í KR-liðinu á síðustu leiktíð sem varð Íslandsmeistari.



