Eftir eins dags pásu á Evrópumeistaramóti karla í körfuknattleik heldur keppnin áfram í dag og þá fer af stað keppni í milliriðlum. Þrír leikir eru á dagskrá þar sem mætast Rússland og Króatía, Þýskaland og Grikkland og svo loks ósigrað lið Frakka og Makedónía.
Viðureign Rússa og Króata hefst kl. 15:45 að staðartíma eða um kl. 13:45 að íslenskum tíma og sem fyrr verður hægt að fylgjast með beinum tölfræðilýsingum á www.fibaeurope.com
Leikir dagsins:
Rússland-Króatía
Þýskaland-Grikkland
Frakkland-Makedónía
Texti: Jón Björn Ólafsson, [email protected]Þetta netfang er varið fyrir ruslrafpósti, þú þarft að hafa Javascript virkt til að skoða það
Mynd: FIBA Europe



