spot_img
HomeFréttirHaukar og Hamar áfram í Powerade kv.

Haukar og Hamar áfram í Powerade kv.

Tveir leikir fóru fram í Powerade bikar kvenna nú í kvöld og unnust þeir báðir örugglega á heimvelli. Haukar og Hamar eru komin áfram.
 
 
 
Haukar unnu Njarðvík á Ásvöllum 75-50 og var Heather Ezell stigahæst Haukastúlkna með 24 stig en hún tók að auki 13 fráköst, gaf 10 stoðsendingar og stal 10 boltum, fjóföld tvenna hjá henni í fyrsta leik. Harpa Hallgrímsdóttir skoraði 9 fyrir Njarðvík.
 
Í Hveragerði vann Hamar Val 84-50 og skoraði Kristrún Sigurjónsdóttir 18 stig fyrir Hamar en Sofia Lundegardh var með 12 fyrir Val.
 
Haukar og Hamar mætast í undanúrslitum keppninnar en leikurinn fer fram á þriðjudag á Ásvöllum.
 
Einn leikur fer fram í keppninni á morgun en KR tekur á móti Snæfell klukkan 16 í DHL höllinni.
 
[email protected]Þetta netfang er varið fyrir ruslrafpósti, þú þarft að hafa Javascript virkt til að skoða það
 
Fréttir
- Auglýsing -