spot_img
HomeFréttirKR og Hamar mætast í úrslitum

KR og Hamar mætast í úrslitum

Það verða KR og Hamar sem mætast í úrslitum Poweradebikars kvenna á sunnudag í Laugardalshöll. KR vann Grindavík örugglega á heimavelli í kvöld 67-37 og Hamar sótti sigur á Ásvelli 73-84.
KR stúlkur byrjuðu gríðarlega vel gegn Grindavík og eftir fyrsta leikhluta var staðan 21-2 og engin spurning um hver færi með sigurinn. Margrét Kara Sturludóttir var stigahæst KR-inga með 12 stig en 11 stúlkur skoruðu fyrir KR í kvöld. Helga Hallgrímsdóttir skoraði 9 stig fyrir Grindavík og tók 15 fráköst.
 
Á Ásvöllum skoruðu heimastúlkur fyrstu stigin og komust í 5-0 en þá settu Hamarsstúlkur í gang og náðu forystunni sem þær létu aldrei af hendi og komust mest 21 stigi yfir. Sigrún Ámundadóttir var stigahæst í Hamri með 23 stig auk þess sem hún tók 10 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og stal 5 boltum. Í liði Hauka var Heather Ezell allt í öllu, skoraði 35 stig, tók 8 fráköst og stal 10 boltum.
 
Úrslitaleikurinn fer svo fram í Laugardalshöllinn næstkomandi sunnudag kl 13.00.
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -