spot_img
HomeFréttirMeistarar meistaranna: KKÍ styrkir Neistann

Meistarar meistaranna: KKÍ styrkir Neistann

Körfuknattleikssamaband Íslands( KKÍ) hefur frá árinu 1995 látið allan ágóða af leikjum meistarar meistaranna renna til góðgerðarmála. Ýmis samtök hafa verið styrkt frá þessum tíma og er ávallt erfitt að velja eitt ákveðið málefni. Mjög mörg góðgerðarfélög eru að vinna frábæra og óeigingjarna vinnu fyrir sína skjólstæðinga og ástandið í þjóðfélaginu í dag gerir það starf enn erfiðara. Nú í ár ákvað stjórn KKÍ að allur ágóði leikjanna þetta árið muni renna til Neistans – styrktarfélags hjartveikra barna, KKÍ styrkti Neistann síðast árið 1997 og er þetta í fyrsta sinn sem KKÍ styrkir góðgerðafélag sem sambandið hefur styrkt áður. Neistinn hefur því miður orðið fyrir fjárhagslegu áfalli undanfarna mánuði þar sem styrktarsjóður þeirra tapaði verulegri fjárhæð í gjaldþroti Landsbankans og því afar nauðsynlegt að söfnun sem þessi gangi sem best.
Meistarakeppnin er leikur á milli Íslandsmeistaranna úr Iceland Expressdeildunum og Subwaybikarmeistarana í karla og kvennaflokki frá síðasta keppnistímabili. Leikirnar fara fram í DHL-höllinni næsta sunnudag 11.október, kvennaleikurinn verður kl.16:30 á milli Hauka og KR og karlaleikurinn kl.19:15 á milli KR og Stjörnunnar.
 
Árlega fæðast um 70 börn með hjartagalla, eða u.þ.b. 1,7% allra lifandi fæddra barna hér á landi. Af þessum börnum þarf helmingur þeirra að gangast undir aðgerð og sum þeirra oftar en einu sinni. 2/3 þessara aðgerða er framkvæmdur erlendis. Aðalmarkmið Neistans er að styðja við bakið á þessum fjölskyldum sem þurfa með börn sýn í aðgerð hvort sem er hér heima eða erlendis því fjárhagsáhyggjur ofaná allt annað er ótækt. Neistinn styrkir á milli 20-30 fjölskyldur árlega og er misjafnt hvað fólk þarf að vera lengi frá þetta getur verið alveg frá viku uppí marga,marga mánuði, því biðjum við ykkur um að hafa stórt hjarta fyrir lítil og styrkja þetta góða málefni.
 
Daginn fyrir leikina það er laugardaginn næsta 10.október mun verða kynning í Vetrargarðinum í Smáralind frá 13:00-17:00 á meistarakeppninni og komandi keppnistímabil í körfunni jafnfram mun Neistinn kynna sína starfsemi þar. Nokkrar körfur verða á staðnum í Vetrargarðinum þannig að gestir Smáralindar geta komið og leikið sér í körfubolta.
 
KKÍ og Neistinn vonast til þess að sjá sem flesta í Smáralindinni laugardaginn 10.okt og í DHL-höllinni sunudaginn 11.okt til að styðja við bakið á málefninu.
 
F.h. KKÍ og Neistans
 
Hannes Sigurbjörn Jónsson formaður KKÍ og Guðrún Bergmann Franzdóttir formaður Neistans.
 
Fréttir
- Auglýsing -