Valur Ingimundarson er einn af ástsælustu leikmönnum og þjálfurum UMFN frá upphafi. Kappinn hefur unnið til fjölda titla og viðurkenninga með UMFN bæði sem leikmaður og þjálfari. Vorið 2008 leitaði gamla félagið enn og aftur til Vals og báðu hann um að taka við þjálfun meistaraflokks UMFN.
Valur sem hafði ári fyrr sett skóna og þjálfaraflautuna á hilluna brást ekki kallinu frekar en fyrri daginn. Eftir erfitt tímabil í fyrra þar sem gríðarlega breytingar voru á leikmannahóp UMFN skilaði Valur fínu verki, lið UMFN fór í undanúrslit í bikar og komust enn og aftur í úrslitakeppnina. Flottur árangur miðað við þær gríðarlegu breytingar sem áttu sér stað á liði UMFN.
Nú þegar undirbúningstímabilið er á enda tók Valur þá ákvörðun að stíga til hliðar og segja upp þjálfarastöðu sinni hjá UMFN. Þetta kom eflaust mörgum gríðarlega á óvart og er virkileg eftirsjá hjá félagsmönnum enda Valur gríðarlega mikils metinn hjá UMFN.
Sjá viðtalið við Val Ingimundarson á heimasíðu UMFN með því að smella hér.



