spot_img
HomeFréttirKR Meistari Meistaranna í kvennaflokki

KR Meistari Meistaranna í kvennaflokki

 
Undirbúningstímabilið hefur óneitanlega sett KR í bílstjórasætið fyrir komandi átök í Iceland Express deild kvenna en Vesturbæingar eru Meistarar Meistaranna eftir stórsigur á Íslandsmeisturum Haukakvenna, 78-45. Sigur KR var aldrei í hættu sem m.a. komust í 16-2 í upphafi leiks.
Haukar náðu mest að minnka muninn í sex stig í leiknum en KR-ingar voru þó aldrei lengi að auka muninn að nýju.
 
Jenny Finora var stigahæst í liði KR í dag með 15 stig og 3 fráköst en Heather Ezell dró vagninn í liði Hauka með 24 stig og 5 fráköst. Haukar léku í dag án þeirra Rögnu Margrétar Brynjarsdóttur og Telmu B. Fjalarsdóttur og áttu því í mesta basli með KR í teignum en bæði Ragna og Telma hafa átt við meiðsli að stríða undanfarið.
 
Myndasafn frá leiknum má sjá hér
 
Fréttir
- Auglýsing -