spot_img
HomeFréttirChris Smith til Fjölnis

Chris Smith til Fjölnis

Fjölnismenn í Grafarvogi hafa fengið til liðs við sig nýjan Bandaríkjamann, Chris Smith og er Zachary Johnson farinn heim.
Chris þessi er 27 ára gamall framherji/miðherji sem hefur leikið víða um heim, Finnlandi, Írlandi og Dóminíska lýðveldinu. En á háskólaárunum lék hann með St. Edwards í NCAAII deildinni.
 
Bárður Eyþórsson þjálfari Fjölnis sagði í samtali við karfan.is að honum litist vel á kappann og hann biði bara spenntur eftir að heimsækja sprækt lið Stjörnunnar á föstudaginn. Kappinn er mættur til landsins og allir pappírar komnir á hreint.
 
 
Mynd: basketdominicano.blogspot.com
Fréttir
- Auglýsing -