Álftanes vann í gærkvöldi HK í Forsetahöllinni 81-53 í fyrsta leik liðanna í 2. deild karla en bæði lið skörtuðu nýjum þjálfurum. „Við vorum seinir í gang og vörnin var skrautleg í byrjun en leikur okkar skánaði eftir sem á leið,“ sagði Snorri Örn Arnaldsson, þjálfari Álftnesinga í samtali við Körfuna í gær.
Lið hans var fjórum stigum yfir eftir fyrsta fjórðung, 22-18 en tólf stigum yfir í hálfleik, 42-30. Undir lok hálfleiksins spilaði liðið pressuvörn sem gekk vel.
Heimamenn héldu áfram og juku forystuna í 66-45 í þriðja fjórðungi en lokatölurnar urðu sem fyrr sagði 81-53. „Við vorum heldur ryðgaðir í kvöld og greinilegur haustbragur á liðinu,“ sagði Árni Þór Jónsson, þjálfari HK. „Það er margt sem þarf að slípa en við ætlum okkur í úrslitakeppnina. Álftanesliðið spilaði vel í kvöld.“
Davíð Þór Jónsson varð stigahæstur heimamanna með 18 en Valur Valsson skoraði 17. Í liði gestanna skoraði Einar Þór Einarsson 15 stig.
Fleiri myndir úr leiknum má finna hér.
Gunnar Gunnarsson



