spot_img
HomeFréttirSnæfell vann í spennuleik

Snæfell vann í spennuleik

 
Tveir aðrir leikir voru í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Í Hveragerði unnu Hamarsstúlkur stórsigur á Keflavík 82-62 og í Vodafonehöllinni var æsispennandi leikur sem endaði með sigri Snæfells, 63-59.
 
 
 

Sigur Hamarsstúlkna á Keflavík var öruggur, þær komust mest 32 stigum yfir og var það aðeins í upphafi sem Keflavík hafði forystu. Fanney Guðmunsdóttir skoraði 22 stig fyrir Hamar en Birna Valgarðsdóttir var allt í öllu hjá Keflavík og skoraði 24 stig og tók 13 fráköst.
 
Í Vodafonehöllinni var um öllu jafnari leik, mesti munur var 7 stig og liðin skiptust 5 sinnum á forystunni. Þegar rúmar 2 mínútur voru eftir höfðu Valsstúlkur þriggja stiga forystu 59-56 en Snæfell skoraði 7 síðustu stigin. Kristen Green skoraði 16 stig fyrir Snæfell en Birna Eiríksdóttir var stigahæst Valsstúlkna með 17 stig. Sjá svipmyndir úr leiknum hér
 
[email protected]

Mynd: Hamar

Fréttir
- Auglýsing -